Kaffihús

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Að venju var opnað kaffihús í Hvanneyrardeildinni þann 1.desember. Foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda gafst kostur á að kaupa sér súpu og brauð. Boðið var síðan upp á kaffi og smákökur sem nemendur höfðu sjálfir bakað og skreytt, á eftir. Þeir síðan þjónuðu til borðs með miklum myndarbrag og skemmtu gestunum með söng undir styrkri stjórn kennara sinna. Skemmtileg stund og góð mæting gesta.