Klepparakeppni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í tengslum við dag stærðfræðinnar í mars var haldin Klepparakeppni á Kleppjárnsreykjum. Keppt var í spilinu Kleppari á stigunum og á milli starfsmanna Kleppjárnsreykjadeildar og Hnoðrabóls. Keppnin var í formi útsláttarkeppni á hverju stigi fyrir sig. Þannig að ef þú tapaðir leik þá dastu úr keppninni. Þannig hélt þetta áfram þar til einn sigurvegari var eftir. Yngri yngsta stigs sigurvegarinn var Eydís Ósk Dorn Jónsdóttir, eldri yngsta stigs siguvegarinn var Baldur Karl Andrason, miðstigs sigurvegarinn var Reynir Skorri Jónsson, unglingastigs sigurvegarinn var Kristín Karlsdóttir og sigurvegari starfsmanna var Helga Jónsdóttir, starfsmaður á Hnoðrabóli. Til gamans fengu síðan yngsta stigs keppendurnir að spila saman og mið- og unglingastigs nemendurnir. Þetta var algjörlega frábær keppni og höfðu allir gaman af. Í liðinni viku fengu sigurvegarar afhentar gjafir þar sem starfsmanna keppnin tók aðeins lengri tíma en áætlað var sökum aðstæðna í samfélaginu og fleira. Við óskum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum alla til þess að prófa spilið Kleppari.