Kveðja frá UNICEF-hreyfingunni

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Gaman að deila þessum pósti sem kom frá UNICEF :

Takk kærlega fyrir þátttökuna í UNICEF-Hreyfingunni í ár 😊

Ykkar framlög munu nýtast UNICEF víðsvegar um heiminn. Áheitasöfnunin verður nýtt þar sem neyðin er mest og í langtíma uppbyggingu í samfélögum þar sem grunnstoðir þarf að bæta.

Þið söfnuðuð 65.050 krónum! Vel gert!  

Með ykkar áheitum í ár verður til dæmis hægt að útvega 

  • 1.373 skammta af plumpy-nut, vítamínbættu jarðhnetumauki. Með þeim er hægt gera kraftaverk fyrir vannærð börn en í flestum tilfellum þurfa börn einungis þrjá skammta á dag í nokkrar vikur til þess að ná fullum bata.
  • Börnum og fjölskyldum í neyð yfir 2.211 skammta af handsápum til þess að berjast gegn COVID-19 og öðrum smitsjúkdómum!
  • Yfir 2.722 skammta af bóluefni gegn mislingum!