Leikjadagurinn á Varmalandi 4.júní

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Dagurinn byrjaði á því að 1. – 6. bekkur tóku hið árlega 17. júní hlaup á vegum Ungmennafélags Stafholtstungna. Síðan komu allir bekkir saman og spiluðu félagsvist. Eftir pylsu- og snúðaveislu var farið í frjálsan leik. Þar var boðið upp á geitagöngutúra, annarsvegar með fullorðnar geitur frá Gufuá og hinsvegar kið frá Galtarholti. Mæltist það vel fyrir hjá nemendur. Árlegur brauðbakstur var í skóginum, íþróttastöð á fótboltavelli, leikjastöð með sápukúlum og leikjum við skólann og tölvufjör innandyra. Ása bauð upp á fílatannkremstilraun áður en nemendur fengu að reyna sig í knattspyrnu á móti starfsliði Varmalandsdeildar