Leikskólaheimsókn á Hnoðraból

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

1.bekkur fór í heimsókn á Hnoðraból og eyddi tíma með skólahóp í útiveru á leikskólalóðinni. Nemendur í 1.bekk höfðu aldrei komið inn á leiksvæði leikskólans og því mikill spenningur og mikil gleði í hópnum. Bílinn var líklegast vinsælasta leiktækið. Skólahópur Hnoðrabóls mun síðan koma í grunnskólann á föstudaginn n.k. og fara með 1.og 2.bekk í íþróttir.