Leikskólaheimsókn á Hnoðraból

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þriðjudaginn 28. janúar fóru nemendur í 5. bekk á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum í heimsókn í leikskólann Hnoðraból. Nemendur höfðu valið sér bækur sem þau lásu fyrir leikskólabörnin og var það mjög notaleg stund. Eftir lesturinn gafst nemendum tækifæri til þess að kynnast leikskólabörnunum aðeins, leika og spjalla og voru allir mjög ánægðir með þessa ferð. Ferðin var liður í samstarfi á milli leik- og grunnskólans og mun 5. bekkur vera vinabekkur elstu barna leikskólans þegar þau koma í 1. bekk á Kleppjárnsreyki nú í haust.