Á skólaslitum á Kleppjárnsreykjum hefur verið hefðin að afhenda lestrarbikar þeim sem hefur staðið sig best í lestri í 5. bekk. Síðast voru það tveir sem voru með jafn miklar framfarir og var því ákveðið að gera ekki upp á milli heldur skipta bikarnum á milli anna. Sá sem var á undan í stafrófinu var með bikarinn framyfir jól og tók seinni verðlaunahafinn við honum í dag. Deildarstjóri afhenti bikarinn í hádeginu og var mikið klappað og fagnað.