


Á yngsta stigi á Kleppjárnsreykjum var leynivinaleikur í þrjá daga fyrir páskafrí. Þá áttu nemendur að draga sér leynivin og fá síðan foreldra sína til þess að aðstoða sig við að skrifa fallega orðsendingu til vinarins. Hér má sjá hvernig hjartað stækkaði dag frá degi og var virkilega gaman að sjá hversu fjölbreyttar og fallegar orðsendingarnar voru.