Yngri deildin á Varmalandi fèkk gott tilboð. Það var boð um að koma í heimsókn í líffræðitíma í unglingadeildinni, en þau voru að læra um spendýr. Þau höfðu verið svo heppin að fá þrjú dýr sem höfðu látist af slysförum til krufningar. Og þau fræddu yngri börnin um hjarta, lungu, meltingarfæri, feld og atferli dýranna.Börnin voru mjög áhugasöm og hlustuðu vel. Þetta var skemmtilegt uppbrot í daginn.