Verkefnið List fyrir alla hefur aftur hafið göngu sína og nú á dögunum komu leikari og tónlistarmenn og fluttu fyrir nemendur þjóðsöguna Djákninn og Myrká á mjög skemmtilegan hátt. Það voru nemendur 3.-7.bekkja allra deilda GBF sem fengu að njóta og höfðu gaman af. Mikill áhugi var á að spyrja flytjendur útí efni sögunnar og margt fleira sem hafði vakið áhuga þeirra á meðan á flutningi hennar stóð. Þeir sem vilja geta kynnt sér verkefnið á þessari slóð.https://listfyriralla.is/event/djakninn-a-myrka/









