Föstudaginn 21.maí komu þríeikið Tríópa kom í heimsókn til okkur á vegum verkefnisins List fyrir alla og fengu nemendur á yngsta stigi í Grunnskóla Borgarfjarðar. List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. Nemendur á Varmalandi komu einnig til að horfa á bæði tónlist og söng sem vakti mikla lukku meðal allra. Mjög skemmtileg og lifandi stund í amstri dagsins.
Sjá nánar um verkefnið hér: https://listfyriralla.is/event/fidurfe-og-fleiri-furduverur/