Listaverka gjafir frá nemendum vorið 2021

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vor fengum við nokkur listaverk að gjöf frá nemendum sem voru að útskrifast eða flytja í burtu. Þetta voru eiginlega kveðjugjafir frá nemendum til skólans. Listamennirnir eru Guðrún Sjöfn, Hjördís Ylfa, Ingibjörg, Kristjana Lind og Tara Björk. Við þökkum þeim kærlega fyrir þessar dásamlegu gjafir og munu verk þeirra prýða starfsmannarými Kleppjárnsreykjadeildar.