Litlu jólin

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Litlu jólin voru haldin hátíðleg hjá nemendum og starfsfólki Grunnskóla Borgarfjarðar þann 20. desember. Nemendur mættu prúðbúnir í skólann þar sem var hlustað á jólasögur, spilað, dansað í kringum jólatréð og síðan snæddu sér allir á dásamlegum jólamat og auðvitað var mandla í eftirréttinum. Við fengum dásamlega jólasveina í heimsókn sem glöddu nemendur, spjölluðu, hlógu og dönsuðu ásamt því að færa nemendum gjafir. Að litlu jólunum loknum skunduðu nemendur og starfsmenn í jólafrí.