Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag var haldin Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum. Nemendur hittust í matsalnum þar sem þau héldu á kertaluktum. Ingibjörg, Pétur og Unnur Björg lásu ljóð og nemendur sungu tvö jólalög. Að lokum fóru Þórunn Tinna (elsti nemandinn) og Guðrún Árný (yngsti nemandinn) út og kveiktu á jólaljósunum á trénu í miðju skólagarðsins. Nemendur fóru síðan inn í sínar stofur og kveiktu þar á ljósum í gluggum.

Hugmyndin á bak við þessa samkomu er að njóta ljóssins þegar svartasta skammdegið stendur yfir og minnast þess að það styttist í að daginn fer að lengja og hátíð ljóss og friðar gengur í garð.