Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Árleg ljósahátíð var haldin á Kleppjárnsreykjum í dag. Vegna sóttvarnarráðstafana var hátíðin haldin utandyra. Nemendur komu út og stóðu við ljósker sem nemendur á miðstigi höfðu útbúið úr vatni og látið frjósa. Ástrún, Flóvent Bjarni og Kristín lásu ljóð og nemendur sungu síðan Snjókorn falla og Bjart er yfir Betlehem. Síðan fór yngsti nemandi deildarinnar, Laufey Erna og elsti nemandi deildarinnar, Ingibjörg og tendruðu á ljósunum á trénu í portinu. Hugguleg stund nemenda Kleppjárnsreykjadeildar og elsta hóps nemenda í leikskólanum Hnoðrabóli.