Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þann 26. nóvember var Ljósahátíðin haldin hátíðleg á Kleppjárnsreykjum. Hátíðin markar upphaf aðventunnar í skólanum þegar jólaljósin eru tendruð. Þrír nemendur úr 8. bekk, Hermann Heiðar, Alex Þór og Tómas Orri, lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein og sungin voru vel valin jólalög í portinu við skólann. Loks tendruðu elsti og yngsti nemandi Kleppjárnsreykjadeildar ljós á skólatrénu í portinu, en að þessu sinni voru það þau Sveinn Svavar í 10. bekk og Lísbet Lára í 1. bekk.