Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag var Ljósahátíð haldin á Kleppjársreykjum eins og hefð fyrir í aðdraganda aðventu. Ljósahátíð er stutt samkoma í matsal skólans þar sem nemendur sitja við kertaljós frá sínum kertaluktum og hlusta á ljóðalestur og tónlistaratriði. Að þessu sinni voru það Patrekur Darri, Kristján Bjarni og Elías Andri sem lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein og Lisbeth Inga og Símon Bogi fluttu tónlistaratriði undir stjórn Ólafs Flosasonar.

Í lokin kveikja yngsti og elsti nemandi skólans ljósin á trénu í skólaportinu og allir syngja saman tvö jólalög. Vegna þess hve veðrið var gott í morgun fóru allir út og mynduðu hringi um tréð og sungu lögin þar.

Hugmyndin á bak við þessa samkomu er að njóta ljóssins þegar svartasta skammdegið stendur yfir og minnast þess að það styttist í að daginn fer að lengja og hátíð ljóss og friðar gengur í garð.