Ljósahátíð

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Ljósahátíð var haldin á Kleppjárnsreykjum 25.nóvember s.l. Sú hefð hefur skapast að hafa hátíðina úti og safnast nemendur saman í kringum tréð í skólaportinu. Yngstu nemendurnir og skólahópur Hnoðrabóls komu með luktir og röðuðu í kringum tréð. Þrír nemendur af unglingastigi þær Kristín Hildur, Steinunn Bjarnveig og Sólveig Kristín lásu ljóðið Hátíð fer að höndum ein eftir Jóhannes úr Kötlum og svo sungu allir saman nokkur jólalög. Að lokum fóru yngsti og elsti nemandi skólans þau Brynjar Níels og Kristín Hildur og kveiktu ljósin á trénu og jólaseríum utan á skólanum. Boðið var uppá kakó, piparkökur og mandarínur eftir hátíðina.