Lokadagar á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á síðustu dögum skólans fara nemendur gjarnan í önnur verkefni. 8.-9. bekkur á Kleppjárnsreykjum tóku þátt í sérstöðu sveitaskóla á meðan 10. bekkur GBF tók þátt í starfskynningum á vegum Rótarí. 7. – 10. bekkur fór í vorferð til Reykjavíkur þar sem þau kíktu í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn þar sem þau prófuðu leiktækin, grilluðu sér pylsur og margt fleira. Hægt var að velja um hjóla- eða gönguferð á Skáneyjarbungu einn daginn og fór meirihlutinn í gönguna. Einnig kepptu starfsmenn við nemendur í 10. bekk í knattspyrnu.