Miðvikudaginn 15. maí var haldið lokahóf unglingastig GBF í Brún í Bæjarsveit. Byrjað var að snæða kvöldverð með kennurum og síðan voru ræðuhöld og skemmtiatriði. Haldin var kosning meðal unglingastigsins um hvaða titill ætti best við hvern og einn nemanda í 10. bekk og voru niðurstöðurnar lesnar upp með borða afhendingu, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nemendur enduðu kvöldið á balli á Hótel B59 ásamt unglingastigi Grunnskóla Borgarness. Þetta er í fyrsta sinn sem haldið er sameiginlegt lokahóf unglingastigs GBF.
