Miðstigs leikar GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Sökum fjöldatakmarkana var ákveðið að halda miðstigsleika innan GBF þetta haustið í stað þess að fara í Borgarnes og hitta nemendur úr öðrum skólum. Stefnt er þó að því að hittast þegar vorar og halda stóru Miðstigs leikana í Borgarnesi. Nemendur miðstigs GBF hittust á Kleppjárnsreykjum þar sem þó tóku þátt í frjálsum og sundi. Hópnum var einnig skipt þvert á deildir og kepptu í fótbolta. Alltaf gaman að sjá nemendur etja kappi við félagana á svona jákvæðum vettvangi þar sem allir sýndu virðingu og almenna gleði.