Miðstigsleikar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Frábærir miðstigsleikar voru haldnir í Borgarnesi fimmtudaginn 14. september. Þar komu saman nemendur af miðstigi frá Grunnskóla Borgarfjarðar, Grunnskólanum í Borgarnesi, Reykhólaskóla, Auðarskóla og Heiðarskóla. Kepptu nemendur í kúluvarpi, langstökki, 60 m. hlaupi, 600 m. hlaupi og knattspyrnu. Þátttakan var mjög góð og fengu nemendur og starfsmenn gott veður á þessum degi. Grunnskóli Borgarfjarðar stýrði miðstigsleikunum að þessu sinni og viljum við þakka öllum þeim sem undirbjuggu og aðstoðuðu þennan dag.