Morgungöngur í GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Frá því skólinn hófst í haust hafa nemendur og starfsfólk Hvanneyrar- og Varmalandsdeilda byrjað skóladaginn á gönguferð. Á Hvanneyri er genginn ákveðinn hringur, sumir hlaupa reyndar fleiri en einn, en á Varmalandi ganga allir frá skólahúsnæðinu í 7 mínútur, snúa þá við og ganga til baka. Flestum finnst þetta gæðatími því auk útveru og hreyfingar gefst tími til þess að spjalla um heima og geima.