Náttúrufræði á miðstigi á Kljr

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Það sem af er haustönn skólaársins hafa nemendur á miðstigi á Kleppjárnsreykjum verið að fræðast um lífríkið í kringum okkur í náttúrufræði. Meðal þess sem að nemendur hafa gert er plöntusafn, safnað birkifræum, teiknað upp gróðurkort af nágrenni skólans, greint aldur trjáa og veðurfar með því að telja út árhringi svo fátt eitt sé nefnt. Þessar vikurnar eru þau að fræðast um lífríki sjávar. Þau voru svo heppin að hafa tengingu vestur á Snæfellsnes þar sem að gott aðgengi er að fjölbreyttri fjöru og fengu þau sendingu þaðan af hinum ýmsustu þangtegundum sem nemendur greindu svo og smökkuðu á. Þá flæktust með nokkrar fjörulýs, kuðungar, kræklingar og marflær sem gerðu kennslustundina ennþá skemmtilegri og meira fræðandi.