Nýtt ár

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Þá er komið nýtt ár og nemendur mættir í skólann eftir gott jólafrí. Þrátt fyrir mikið frost þá hefur verið stilla og snjór. Nemendur hafa því verið að nýta tímann til þess að fara að renna og leika sér í frímínútum ásamt því að kennarar hafa nýtt útikennslu og verklegt nám til þess að fara út í snjóinn, renna og leika. Á Kleppjárnsreykjum eru 3. – 4. bekkur einnig að flytja í nýja kennslustofu sem hefur fengið nafnið Kastali. Unglingarnir aðstoðuðu þau við að flytja húsgögn og muni úr Höllinni yfir í Kastalann. Frábær byrjun á nýju ári hjá Grunnskóla Borgarfjarðar 🙂