Í tilefni af Barnamenningarhátíð Borgarbyggðar þá bauð Grunnskóli Borgarfjarðar upp á opið hús á öllum deildum miðvikudaginn 10. maí. Þar sýndu nemendur verkefni sem unnin höfðu verið í hinum fjölbreyttu fögum ásamt því að boðið var upp á leiðsögn um skólann af hálfu nemenda. Gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og kíkja á starfið í skólanum.





























