Öskudagur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Nemendur mættu í fjölbreyttum búningum í skólann daginn fyrir vetrarfrí. Öskudagur var haldinn hátíðlegur á öllum deildum og voru böll þar sem nemendur dönsuðu, fóru í leiki og slógu köttinn úr tunnunni. Nemendur á Hvanneyri fóru í sinn árlega göngutúr á milli fyrirtækja og sungu fyrir starfsmenn þeirra.