Pannavellir hafa verið settir upp á öllum starfsstöðum Grunnskóla Borgarfjarðar. Sveitarfélagið keypti vellina í gegnum UMFÍ og hefur Borgarbyggð unnið að því með UMSB að koma þeim upp. Pannavellir eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem er spilaður er fótbolti einn á móti einum eftir ákveðnum reglum. Fyrir þá sem vilja prófa vellina eru reglurnar aðgengilegar við vellina.
