Páskalestur

Grunnskóli Borgarfjarðar Vefumsjón Fréttir

Nemendur á yngsta- og miðstigi á Varmalandi fengu lestrarbingó fyrir páskafrí sem þeir höfðu val um að vinna og skila svo inn til kennara að fríi loknu. Fimm nemendur hlutu viðurkenningarskjal fyrir páskalesturinn en til þess þurfti að leysa 7 af 8 atriðum. M.a. þurfti að lesa með vasaljós og lesa í sparifötum.