Í útikennslutíma síðustu viku voru nemendur á yngstastigi á Kleppjárnsreykjum með páskaratleik. Vegna aðstæðna náðist ekki að hafa ratleikinn fyrir páska og þótti nemendum og kennurum ómögulegt að hætta við. Nemendur leystu þrautir og verkefni og fundu orð sem að þau settu saman í setningu sem að leiddi þau svo að verðlaununum. Verðlaunin voru að sjálfsögðu páskaegg og þó svo að flestir hefðu gert súkkulaði góð skil í páskafríinu þóttu þessi sérlega góð.