Páskaungar Í vikunni ungaði Unnar út páskaungum inni á smíðastofu á Kleppjárnsreykjum. Það komu 16 ungar úr 20 eggjum og hafa þeir vakið mikla hrifningu nemenda og starfsfólks. Sem dæmi komu um hundrað nemendur, starfsfólk, leikskólabörn og foreldrar að skoða ungana á miðvikudaginn.