Á Varmalandi fór yngsta stigið og plokkaði rusl, þau tóku fyrir svæðið hjá fótboltavellinum og skurðina í kring um hann. Það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hvað er mikið af rusli sem týnist til þó það virðist ekki vera neitt þegar við horfum yfir svæðið. Nemendur voru duglegir og mjög vakandi yfir umhverfismálunum, skemmtilegar og fræðandi umræður sem sköpuðust í kringum plokkið.