Plokkdagur á Hvanneyri

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Sumarþrif

Á degi jarðarinnar 22. apríl gengu nemendur Hvanneyrardeildar um nærumhverfi skólans og týndu rusl.  Greinilegt er að síðustu lægðirnar hafa blásið hressilega uppúr tunnum staðarbúa, því að sjaldan höfum við  týnt eins mikið magn, þó hafa nemendur farið reglulega og týnt rusl í vetur.

Nemendur skora á íbúa að halda áfram og taka sitt nærumhverfi og gera hreint og fallegt fyrir sumarið. Einnig hvetjum við þá sem nota munntóbak að koma notuðum tuggum í ruslið en henda þeim ekki á jörðina.