Refur á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Starfsfólk og nemendur duttu heldur betur í lukkupottinn þegar dautt refshræ fékk far með deildarstjóra í skólann. Þóra Geirlaug tók að sér að kynna fyrir nemendum refinn og ýmsan fróðleik honum tengdum. Nemendur fengu að klappa refnum og skoða upp í hann, spyrja spurninga svo eitthvað sé nefnt. Nemendur voru afar forvitnir og virkilega skemmtilegt að fá fræðslu með raunverulegu viðfangsefni.