Reykjavíkurferð unglingadeilda GBF

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 3. júní lögðu unglingarnir í GBF land undir fót og skelltu sér í menningarferð til Reykjavíkur. Fyrst var litið inn á Listasafn Einars Jónssonar, þar sem nemendur skoðuðu hin ýmsu listaverk og komust að því að þau höfðu nánast öll séð verk eftir Einar, án þess að hafa gert sér grein fyrir því. Því næst var farið í FlyOver Iceland þar sem nemendur fóru bæði í ferð yfir Ísland og Kanada og höfðu mjög gaman af. Að lokum bauð nemendafélagið öllum í keilu og pizzaveislu í Egilshöll. Takk fyrir frábæran dag!