Reynir Hauksson Hvanneyringur kom í Hvanneyrardeild í dag og kynnti fyrir nemendum Flamenco tónlist. Reynir hefur gítarleik að atvinnu á Spáni þar sem hann hefur búið síðastliðin þrjú ár. Hann sagði nemendum frá uppruna Flamenco og sagði frá fjölmörgu stílum Flamenco tónlistarinnar. Nemendur höfðu gaman af og voru fróðleiksfúsir á kynningunni.