Rúningur, spuni og bókakynning

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á fimmtudag var Hvanneyrardeildinni boðið að koma í fjárhúsin í Mófellsstaðakot að fá fræðslu um rúning, spuna og bókakynningu. Nemendum var skipt upp í tvo hópa þvert á aldur og fór annar hópurinn í fjárhúsin en hinn hópurinn í ævintýragöngutúr. Hópurinn sem var í fjárhúsunum var síðan skipt í tvo hópa og fylgdist annar hópurinn með rúning þar sem Guðmundur Hallgrímsson fræddi nemendur um ullina og leyfið þeim síðan að koma við kindina að loknum rúning til að finna hvað hún væri heit. Síðan fengu allir smá ullarhnoðra til að kemba og Rita og Dóra úr ullarselinu spunnu band úr ullinni þeirra. Hinn hópurinn fékk á meða bókakynningu hjá henni Sigrúnu Elíasdóttur þar sem hún var að kynna bókina sína leitin að vorin. Þegar báðir hóparnir fjárhúsinu voru búnir að fara á báða staðina var skipt og þau fóru í ævintýragöngutúr og hinir komu í fjárhúsin og fengu að upplifa það sama og hópurinn á undan. Það voru ánægðir og glaðir nemendur sem komu til baka í skólann með góða fjárhúslykt í farteskinu og smá ullarspotta.