Á þriðjudaginn fóru nemendur Hvanneyrardeildar og leikskólans Andabæjar í ruslatínslu á Hvanneyri. Síðastliðin ár hafa vinahópar skólanna hist í kringum Dag umhverfisins til þess að snyrta umhverfið í kringum sig. Nemendur stóðu sig mjög vel og hjálpuðust að við að hreinsa í kringum skólana sína og nærumhverfið. Afraksturinn má sjá á myndum.