Til þess að leggja okkar af mörkum í fallega verkefnið Samhugur í Borgarbyggð ákváðum við á yngsta stigi GBF Varmalandi að útbúa merkimiða og gefa í söfnunina. Nemendur perluðu litlar myndir að eigin vali og svo voru “til og frá” miðar þræddir á hvert listaverk. Þessu var safnað saman í litla öskju sem Baltasar Jökull nemandi í 2. bekk tók að sér að fara svo með á Heilsugæslustöðina og setja þar undir jólatréð.
Tilgangur þessa verkefnis var að vekja nemendur til umhugsunar um kærleika og hlýju í garð náungans og að efla samhug þeirra bæði til hvors annars sem og út í lífið.
Nánar er hægt að sjá um verkefnið á facebook síðunni Samhugur í Borgarbyggð.