Samstarfssamningur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag var skrifað undir uppfærðan samstarfssamning á milli Grunnskóla Borgarfjarðar, Landbúnaðarháskóla Íslands og leikskólans Andabæjar sem gildir til ársins 2029. Fyrsti samstarfssamningurinn var undirritaður vorið 2009 og hefur samstarfið verið farsælt síðan þá. Samningurinn var undirritaður í Skjólbeltunum sem er sameiginlegt svæði allra skólastiga á Hvanneyri.

Ástríður Guðmundsdóttir leikskólastjóri Andabæjar, Helga J. Svavarsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar og Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands handsala nýjan samstarfssamning