Góðan daginn, veður hefur lægt og snjómokstur er í gangi. Skóli opnar kl. 10 á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Einstaka skólaakstursleiðir kunna að falla niður og heyrir fólk þá í sínum bílstjóra.
Kleppjárnsreykir og Varmaland: Skólabyrjun verður seinkað til kl. 10. Skólabílar stefna að brottför 1,5 klst. seinna en venjulega. Fólk hvatt til að fylgjast vel með tilkynningum á heimasíðu í fyrramálið en þá verður staðan endurmetin.
Hvanneyri: Skóli hefst kl. 8:20. Skólaakstur verður þó 1,5 klst. seinna en venjulega.
Ég bendi á eftirfarandi sem kemur fram í verklagsreglum Borgarbyggðar
Skólasvæðið okkar er víðfeðmt og getur munað miklu á veðri á milli svæða. Skólabílstjórar leggja mat á aðstæður og endanleg ákvörðun um akstur eða niðurfellingu á skólaakstri er á sameiginlega ábyrgð þeirra og skólastjórnenda.
Foreldrar geta metið aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Skulu þeir þá tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir.
.