Sigling um sundin blá

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Grunnskóli Borgarfjarðar fór með nemendur úr 6. bekk í menningarferð til Reykjavíkur fimmtudaginn 5. maí. Í ferðinni voru 13 fyrirmynda nemendur og tveir starfsmenn skólans. Við byrjuðum á að fara í bátsferð um Sundin blá með Faxaflóahöfnum. Siglt var út á milli eyja fyrir utan Reykjavík. Þar fengu nemendur að fræðast um skeldýr, krabba og furðufiska. Þau fengu einnig að fræðast um sjófugla eins og súlu, lunda og teistu. Allir komust heilir í land og þá var brunað í FlyOver Iceland þar sem við fengum hressingu og frábærar móttökur. Þetta var fræðandi ferð og allir skemmtu sér konunglega.