Siglingin um sundin blá

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Núna á vordögum buðu Faxaflóahafnir nemendum 6. bekkjar í siglingu um sundin blá. Auk þess að sigla um og skoða eyjar og fuglalíf fengu nemendur fræðslu um hin ýmsu sjávardýr. Eftir siglingu skellti hópurinn sér svo í flug yfir Ísland og skoðaði helstu perlur íslenskrar náttúru með aðstoð Flyover Iceland. Til að toppa daginn fylgdust þau svo með beinni útsendingu Skólahreystis á heimleiðinni, þar sem að fulltrúar skólans stóðu sig með prýði.