Sigurvegari í eldvarnargetraun

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í dag kom Bjarni Kristinn Þorsteinsson slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar færandi hendi þar sem Ísak Kári nemandi í Hvanneyrardeild var dreginn í Eldvarnargetraun sem er á vegum Landssambands slökkviliðs – og sjúkraflutningamanna. Í nóvember á hverju ári kemur slökkviliðið í heimsókn til þriðja bekkjar og fræðri þau um eldvarnir heimilanna. Að lokinni þeirri heimsókn fá nemendur eldvarnargetraun sem þau fylla út og senda síðan til Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Til hamingju með þetta Ísak Kári.