Sjóferð og Flyover Iceland

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Í vikunni fór 6. bekkur GBF í sjóferð um Sundin í boði Faxaflóahafnar og Húsdýragarðsins. Ferðin tekur um klukkustund og fá nemendur að sjá eyjurnar í Kollafirði, kynnast fuglalífinu og fræðast um lífríkið í sjónum. Eftir sjóferðina lá leiðin í Flyover Iceland þar sem nemendur fengu tækifæri til að svífa yfir Ísland í flughermi. Nemendur fengu sýn á stórbrotið landslag Íslands og einnig fróðleik um jarðfræði, menningu og sögu.