Miðvikudaginn 3. mars fóru nemendur í 4. og 5. bekk Grunnskóla Borgarfjarðar í skauta- og menningarferð til Reykjavíkur. Nemendur í 5. bekk fóru í vísindasmiðju á vegum Hí og 4. bekkur fór í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Mjög skemmtilegar heimsóknir. Nemendur gæddu sér á flatbökum frá Dominos og Skelltu sér á skauta í Skautahöll Reykjavíkur. Áður en farið far aftur upp í rútuna og haldið var heim á leið léku nemendur sér í grasagarðinum í Reykjavík í fallegu veðri.
