Skíðaferð 1. – 6. bekkjar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 16. febrúar skelltu nemendur í 1. – 6. bekk sér á skíði í Bláfjöllum. Veðrið lék við okkur og var frábært hvað nemendur fóru fljótir að ná tökum á skíðaíþróttinni. Grunnskóli Borgarfjarðar býr yfir reynslumiklum kennurum sem voru fljótir að kenna nemendum grunnáherslurnar. Við fengum líka mikið af foreldrum með okkur sem voru duglegir að aðstoða sín og önnur börn í brekkunum. Dásamlegur dagur í alla staði.