Skíðaferð Kleppjárnsreykjadeildar

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Miðvikudaginn 10. febrúar skellti Kleppjárnsreykjadeild sér á skíði í Bláfjöllum. Voru þau heppin með veður og algjör lúxus að vera eini skólinn í fjallinu þennan daginn. Yngsta stigið hafði fengið skíðakennslu fyrr í vikunni í formi pappaskíða sem greinilega skilaði sér í brekkurnar því í lok dags voru lang flestir nemendurnir komnir vel á leið í góðri skíðafærni. En myndir segja meira en orð 🙂