Skíðaferð mið- og unglingastigs

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Fimmtudaginn 10. febrúar skelltu nemendur á mið- og unglingastigi sér í Bláfjöll. Farið var strax af stað um morguninn og voru allir nemendur komnir í brekkurnar upp úr kl. 11. Nemendur skíðuðu eða renndu sér á brettum til hálf tvö en þá var farið að skila búnaðinum, nesta sig aðeins og að lokum keyrt heim á leið. Við vorum nokkuð heppin með veður þrátt fyrir stuttan blindbyl á tímabili, en það var ekki að sjá annað en að allir skemmtu sér vel í brekkunum, nemendur, foreldrar og starfsmenn.