Skólaakstur

Grunnskóli Borgarfjarðar Fréttir

Á morgun hefst skólaakstur samkvæmt tímaplani sem er á stiku hér til vinstri. Við viljum biðja foreldra um að vera vakandi fyrir tímasetningu á skólabílunum. Á næstu dögum verður tímaplanið uppfært út frá breytingum á bæjarleiðum.

Tómstundaakstur verður á breyttum tíma en á fimmtudögum er hann kl. 15:05 en aðra daga kl. 14:15 frá Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. En frá Hvanneyri kl. 15:30 á fimmtudögum en kl. 14:40 aðra daga.